Vegan ostakaka með brownie-botni og hindberjum

Já, þið lásuð rétt! Hér höfum við vegan ostaköku með brownie-botni og hindberjum. Þetta er eflaust ljúffengasta blanda sem fundist hefur í eftrréttabók okkar systra. Þessi kaka virkar flókin en hún leynir á sér þar sem hún er ótrúlega auðveld í bakstri þar sem botninn og ostakökulagið er gert í sitthvoru lagi en bakað á sama tíma. Þessi kaka er best þegar búið er að kæla hana og því er tilvalið að búa hana til daginn áður eða strax um morguninn þann dag sem á að bera hana fram.

Vegan ostakaka með brownie-botni og hindberjum

Vegan ostakaka með brownie-botni og hindberjum

Hráefni

  • Brownie Botn
  • Einn kassi af Chocolate Fudge brownie mix frá Betty Crocker

  • 1 msk chia fræ

  • 3 msk af heitu vatni

  • 2 msk af Isio 4 olíu

  • 2 msk af jurtamjólk (má vera vatn)


  • Ostakökulag
  • 1 askja af Violife cream cheese

  • 150 gr af kasjúhnetum

  • 1 dós af coconut milk (ekki light)

  • 2 msk af maísmjöli

  • 4 msk af hlynsírópi

  • 1 tsk vanilludropar

  • 2 tsk af sítrónusafa

  • 1 dl af Hindberjum

Leiðbeiningar

  • Það sem þarf að undirbúa áður en bakstur hefst er kókosmjólkin, kasjúhneturnar og chiafræin.

    Til þess að við getum aðskilið kókosrjómann frá kókosvatninu er mikilvægt að kæla dósina fyrst. Látið dósina af kókosmjólk inn í ísskáp yfir nótt en einnig er hægt að redda sér með því að setja hana í frystinn í 1-2 klukkutíma áður en bakstur hefst.
    -Látið kasjúhneturnar liggja í bleyti með sjóðandi heitu vatni í 1 klukkutíma.
    -Í stað þess að nota egg notum við “Chia egg”. Blandið saman 1 msk af chiafræjum og 3 msk af vatni og leyfið því að standa.
  • Undirbúið 30 cm form með bökunarpappír í botninum og á hliðunum
  • Blandið kökumixi saman við chiaegg ásamt olíu og vatni
  • Færið degið yfir í formið
  • Sigtið kasjúhneturnar frá vatninu og skolið, færið yfir í blandara ásamt kókosrjómanum, Violife-rjómaostinum, hlynsírópi, vanilludropum, sítrónusafa og maísmjöli. Blandið öllu saman á hæstu stillingu þar til fyllingin verður silkimjúk.
  • Smakkið fyllinguna til og bætið við sítrónusafa eða hlynsírópi eftir þörfum.
  • Hellið fyllingunni yfir brownie-deigið og sláið formið niður til þess að losa um loftbólur og dreifið hindberjum yfir.
  • Bakið í 50-60 mínútur við 160°
  • Leyfið kökunni að kólna á bekknum í a.m.k 10 mínútur og svo má færa hana yfir í ísskápinn og leyfa henni að kólna þar í u.þ.b 5-6 klukkutíma.

*Þessi færsla var unnin í samstarfi við Betty Crocker