Vegan Djöflaterta með aðeins þremur innihaldsefnum!

Þrjú innihaldsefni? Hver hefði trúað þessu? Allavega ekki við.

Ótrúlegt en satt þá er önnur af systrunum búin að vera grænmetisæta í allt að 5 ár. Á þeim tíma hefur verið reynt að útbúa nokkrar dýrindismáltíðir fyrir fjölskyldumeðlimi og vanalega hafa þeir fengið góða dóma fyrir utan eftirréttina. Því þótti okkur þessi áskorun vera orðin tímabær og þá sérstaklega þar sem Veganúar er í fullum gangi.

Við vissum að okkur langaði að búa til veganútgáfu af eftirlætustu köku flestra landsmanna sem er súkkulaðiterta. Eftir smá rannsóknarvinnu á veraldarvefnum rákumst við á grein sem sagði að besta og auðveldasta leiðin til að útbúa slíka köku væri með Betty crocker kökumixi + einni dós af gosi. “Nei, nei, nei,” hugsuðum við: “Þetta getur ekki verið satt”. En, jú krakkar mínir, eftir frekari lesningu komumst við að því að þetta væri í raun sannleikurinn og fólk hefði verið að stunda þetta í fjölmörg ár.

Því höfum við aðeins eitt að segja:

Hvar hefurðu verið allt mitt líf, Betty Crocker?

Þessi kaka gerist ekki auðveldari þar sem það eina sem þarf er kökumix, gosdós og krem. Að vísu bættum við 3 örlitlum hráefnum við en við vonum að flestir eigi þau heima.

Vegan Djöflaterta

Vegan Djöflaterta

Innihaldsefni í Botn

 • 1 kassi af Betty Crocker Devil Food Cake Mix

 • 1 dós af gosi að eigin vali (við völdum hreinan Kristal)

 • 1 tsk lyftiduft (Valfrjálst)

 • KREM
 • 1 dolla af Betty Crocker Indulgent chocolate fugde frosting

 • 1 dl flórsykur (Valfrjálst)

 • 1 msk kaffi (Valfrjálst)

Leiðbeiningar

 • Við fórum eftir leiðbeiningunum á pakkanum og stilltum ofninn á 180° með undir og yfir hita.
 • Blandið saman kökumixinu ásamt einni dós af Kristal og 1 tsk af lyftidufti. Passið að hræra hráefnunum vandlega saman því við viljum ekki slá allt loftið úr sem við fáum úr gosinu.
 • Færið deigið yfir í smurt eldfast mót (við notuðum tvö 20 cm mót) og bakið í 16-20 mínútur.
 • AÐFERÐ VIÐ KREMIÐ
 • Þeyta kremið. Það er magnað hvað kremið breytist mikið við það aðeins að þeyta það. Það verður ljósara í lit og magn þess mun meira. Því teljum við þetta vera alveg nauðsynlegt skref
 • Alls ekki nauðsynlegt en til þess að fá aðeins meir út úr kreminu og bragðbæta það örlítið mælum við með að bæta við 1 dl af flórsykri og 1 msk af kaffi.

Þessi færsla var unnin í samstarfi við Betty Crocker

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.