
Þessi kaka er án efa ástæðan fyrir því að vefsíðan okkar var stofnuð. Hún hefur verið í fjölskyldunni í mörg ár og virðist alltaf hitta í mark þar sem fólk biður alltaf um uppskriftina.

Lykilhráefnið í kökunni er íþróttasúrmjólkin, en hún gerir kökuna silkimjúka og þétta. Vanalega bökum við hana í skúffukökuformi en í þessu tilfelli ákváðum við að pimpa hana aðeins upp og settum hana í hringlaga form.

UPPSKRIFT
SÚKKULAÐIBOTN
4 ½ dl sykur
175 gr lint smjör
3 egg
4 ½ dl hveiti
½ tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1 tsk salt
1 dl kakó
1 ½ dl mjólk
3 tsk vanilludropar
2 dl íþróttasúrmjólk
KREMIÐ100 gr smjör
3 msk af heitu vatni
3 tsk vanilludropar
5-6 dl flórsykur
3 msk kakó
Aðferð VIÐ Súkkulaðibotninn
- Stillið ofninn á 200°C með undir og yfir hita.
- Þeytið saman smjörið og sykurinn í dágóðan tíma þar til það verður ljóst og smjörið búið að blandast vel við sykurinn. Ef smjörið er kalt er hægt að skera það í litla bita, setja þá á disk og skál yfir og ylja það í örbylgjuofninum í örfáar sekúndur.
- Bætið eggjunum við, einu í einu, og hrærið.
- Blandið þurrefnunum saman í skál og blandið saman við.
- Bætið við mjólkinni, íþróttasúrmjólinni og vanilludropunum saman við. Passið að skafa niður hliðarnar á skálinni til að allt blandist vel saman.
- Færið deigið yfir í smurt eldfast mót og setjið inn í ofninn í
20-30 mínútur. Hringlaga mótið sem við notuðum fyrir þessa uppskrift var 26 cm, en við höfum prófað að setja í hana í tvö hringlaga mót sem voru 24 cm og í ferkantað mót sem var 20×30. Þessi uppskrift hentaði fullkomlega fyrir öll þessi mót. - Til þess að kanna hvort að kakan sé tilbúin er gott að draga ofnskúffunna úr og ef miðjan í kökunni virðist hristast þá þarf kakan lengri tíma
AÐFERÐ VIÐ KREMIÐ- Þegar kakan hefur kólnað er hægt að byrja á kreminu. Bræðið smjörið í potti og bætið 3 msk af heitu vatni við.
- Færið pottinn af heitu hellunni og bætið vanilludropunum, 3 dl af flórsykri og kakóinu við og hrærið vel með pískara.
- Þykktin á kreminu er alveg undir þér komið þannig við mælum með að restin af flórsykrinum sé bætt við 1 dl í einu og ef kremið er of þykkt má bæta smá volgu vatni við til að þynna.
Njótið ♡
