Músli með döðlum og hunangi

Hafrar, döðlur og hunang. Er hægt að byrja daginn á betri hátt? Nei, nákvæmlega. Trúlega ekki. Þessi uppskrift er mjög einföld og fljótleg. Þetta er frekar stór uppskrift og fyllir í að minnsta kosti 3 vel stórar krukkur og 1 litla.

Uppskrift

Uppskrift

Tími

1

hour 

Innihaldsefni

 • Hnetur og fræ
 • 400 gr gróft haframjöl

 • 400 gr fínt haframjöl

 • 150 gr sesamfræ

 • 150 gr gróft kókosmjöl 

 • 100 gr hörfræ

 • 200 gr saxaðar hesilhnetur

 • Vökvi
 • 5 dl af sjóðandi heitu vatni 

 • 1 dl góð olía

 • 1 dl hunang

 • Annað
 • 250 gr rúsinur 

 • 250 gr smátt saxaðar döðlur 

 • 1 dl chia fræ

Aðferð

 • Blandið öllum þurrefnunum saman í skál
 • Því næst er vatninu, matarolíunni og hunanginu bætt við
 • Blandið öllu saman með sleif og best er að leyfa blöndunni að kólna örlítið og nota svo hendurnar til að blanda öllu enn betur saman
 • Hellið blöndunni yfir á bökunarplötu með bökunarpappír og dreifið vel úr henni
 • Bakið í ofni við 180°C í um það bil 40 mínútur
 • Fylgist vel með ofninum og hrærið í blöndunni a.m.k tvisvar til að allt bakist jafnt
 • Eftir að allt hefur kólnað er rúsínunum, döðlunum og chia fræjunum bætt við

Notes