Jii það sem þessi kaka hefur slegið í gegn! Ég hef haft hana í eftirrétt síðustu tvö áramót og hún klárast ALLTAF! hún er fersk og létt og því er hún hinn fulkomni desert eftir “þunga” máltíð. Ég hef prófað að útfæra músina á mismunandi vegu t.d með browniebotni og í maregnsrúllutertu. En að mínu mati hefur hún komið best út með púðursykurmarengsbotni.
Það getur verið smá maus að útbúa “ástaraldin-músina” en eins og alltaf þá er það er vel þess virði.



Marengsterta með ástaraldin mús
mARENGSBOTN
4 eggjahvítur
100 gr hvítur sykur
100 gr púðursykur
1 bolli rice crispies (valfrjálst)
1 tsk lyftiduft
ÁSTARALDINMÚS6 ástaraldin (gott að grípa eitt auka sem skraut)
2 eggjahvítur
2 eggjarauður
60 gr sykur
3 msk flórsykur
1 vanillustöng
3 dl af rjóma
3 matarlímsblöð
Leiðbeiningar
- MARENGS
- Stillið ofninn á 150°C með blæstri.
- Þeytið saman sykur og eggjahvítur þar til marengsblandan er orðin stíf.
- Þegar marengsblandan er alveg að verða tilbúin má bæta við 1 tsk af lyftidufti á meðan hrærivélin er enn í gangi.
- Blandið rice krispies varlega saman við blönduna.
- Færið blönduna yfir á tvær ofnplötur með bökunarpappír og myndið hringi.
- Bakið í ofni í u.þ.b 45-60 mínútur (gott að fylgjast með marengsnum þar sem bökunarhraðinn getur farið eftir ofninum).
- ÁSTARALDINMÚS
- Leggið matarlímsblöðin í bleyti í kallt vatn í u.þ.b 20 mínútur.
- Skerið ástaraldin í helminga og skafið kjötið úr.
- Sigtið kornin frá ástaraldinvökvanum en geymið kornin fyrir skreytingar í lokinn.
- Hitið safann í potti þar til það rýkur örlítið úr honum (passið að brenna hann alls ekki). Takið pottinn af hellunni og hrærið matarlímsblöðunum saman við. Leyfið að kólna.
- Skerið vanillustöninga í tvennt og skafið kornin varlega úr.
- Maukið kornin úr vanillustönginni saman við sykurinn til þess að búa til vanillusykur.
- Þeytið vanillusykrinum saman við eggjarauðurnar þar til blandan verður loftkennd og ljós.
- Þeytið í annarri skál (með hreinum þeytara) eggjahvíturnar og flórsykurinn saman þar til það líkist marengsblöndu.
- Léttþeytið rjómann í hreinni skál en passið að stífþeyta hann ekki.
- Blandið ástaraldinvökvanum varlega saman við eggjarauðublönduna.
- Bætið eggjarauðublöndunni saman við rjómann og hærið varlega saman.
- Að lokum má velta eggjahvítublöndunni varlega saman við rjómablönduna.
- Berið ástaraldinmúsina á marengsbotninn og skreytið með kornunum.
- Kælið kökuna í a.m.k. 2-3 tíma svo músin stífni en að sjálfsögðu er einnig hægt að geyma hana í kæli yfir nótt.


