Fljótlegt kjúklingapasta með hvítlauk og parmesan

Við elskum gott pasta, hef lengi reynt að útbúa hið fullkomna pasta og hér kemur það. Þessi pastaréttur er einfaldur, bragðgóður og fljótlegur.  

Uppskrift

Skammtur fyrir

4-6

manns
Tími

25

minutes

Innihaldsefni

 • 5 hvítlauksrif

 • 3 msk af olíu

 • 0.5 L rjómi

 • 2 dl vatn

 • 1 teningur af kjúklingakrafti

 • 2 dl parmesan ost 

 • 1 poki af tagliatelle pasta 

 • 3 hægeldaðar kjúklingarbringur frá Ali 

 • 2 tsk Steinselja

aðferð

 • Hellið 3 msk af olíu á pönnu og bætið hvítlauknum við. Hrærið stöðugt í u.þ.b 2 mínútur.
 • Hellið rjómanum og vatninum út í og bætið kjúklingakraftinum við.
 • Lækkið hitan og bætið parmessan ostinum saman við rjómablönduna. 
 • Skerið kjúklingabringurnar í teninga og bætið þeim við ásamt soðnu pastanu. 
 • Berið þetta svo fram með steinselju og rifnum parmesan osti