Blómkáls taco

Fljótleg, ljúffeng og SKOTHELD uppskrift af blómkáls taco.

Þessi uppskrift hentar grænmetisætum en ekki síður kjötætum. Mágur minn sem elskar fátt annað en kjöt var ekki alveg að treysta þessu og henti kjúklingi inní ofninn til þess að vera “öruggur”. Til þess að gera langa sögu stutta þá snerti hann ekki kjúklinginn þar sem blómkálsbitarnir voru að hans sögn “SJÚKLEGA GÓÐIR”.

Blómkáls taco

Hráefni

  • Nauðsynjar
  • White Corn tortillur frá Old El Paso. Þessar vefjur færa þessi taco algjörlega á annað level og minnir á taco-ið sem hægt er að fá á staðnum Fuego sem er staðsettur í mathöll Hlemm (mæli með a.m.k þremur tortillum á mann).

  • Drizzle sósan frá Hellmann’s eru algjörlega ómissandi með þessum vefjum! mæli helst með Creamy chilli fyrir þá sem vilja hafa tacoin extra sterk.

  • Deig
  • 1 ágætlega stór blómkálshaus

  • 2 bollar af Pillsbury hveiti

  • 1 msk papríkukrydd

  • 1 msk hvítlaukskrydd

  • 1 tsk kjúklingakrydd

  • 1 tsk salt

  • 1 tsk pipar

  • 1-2 dl jurtamjólk

  • 1 poki af Panko brauðraspi

  • Hot sauce
  • Stór flaska af Franks Red Hot Wings Sauce

  • 2 msk af olíu

  • 1-2 dl af Hunangi eða hlynsírópi eftir smekk (fer eftir hversu sterkt þið viljið að blómkálið sé)

  • Avocadosósa
  • 1 Avocado

  • 2 msk af sýrðum rjóma

  • 2 Hvítlauksgeirar

  • Salt og pipar eftir smekk

  • Safi úr hálfri lime

  • Ávaxtasalsa og meðlæti
  • Tómatar

  • Ananas / Mangó

  • Safi úr hálfri lime

  • Papríka

  • Rauðkál

Leiðbeiningar

  • Stillið ofninn á undir og yfir hita með blæstri á 220°C
  • Blandið öllum þurrefnum saman í stóra skól og bætið mjólk við. Degið á að líkjast pönnukökudeigi, ekki of þykkt en ekki of þunnt.
  • Dýfið blómkálsbitunum í degið og veltið þeim svo upp úr raspinum.
    Færið yfir á bökunarplötu.
  • Bakið í ofni þar til blómkálsbitarnir eru gylltir á lit
  • Á meðan blómkálið er í ofninum má gera Buffalo sósuna tilbúna. Blandið saman Franks red hot wing sauce saman við olíu og hunang/hlynsíróp. Smakkið sósuna til og bætið við meira af hunangi/hlynsírópi ef hún er of sterk.
  • Þegar blómkálsbitarnir eru tilbúnir má velta þeim upp úr Buffalo sósunni og færa þá aftur inní ofninn. Bakið þar til þeir eru orðnir stökkir að utan (tekur vanalega 15-20 mínútur).
  • Avocado sósa
  • Blandið saman avocado, sýrðum rjóma og pressuðum hvítlauk. Kreistið safa úr hálfri lime og hrærið. Kryddið með salt og pipar eftir smekk.
  • Ávaxtasalsa og meðlæti
  • Skerið fínt niður tómata, ananas og papríku. Blandið saman í skál og kreistið safa úr hálfri lime yfir.
  • Skerið rauðkál niður í fína strimla og færið yfir í skál.

Þessi færsla var gerð í samstarfi við Nathan & Olsen