
Lengi vel höfum við reynt að búa til snúða sem minna á Cinnabon-snúðana og veraldarvefurinn geymir allmargar slíkar uppskriftir. Við höfum því tekið það besta úr þeim öllum og búið til okkar fullkomnu uppskrift.

Það getur þó verið mikil þolinmæðisvinna að útbúa þessa snúða þar sem það þarf að hefa degið sjálft og svo snúðana sjálfa áður en þeir fara í ofninn. En við getum lofað ykkur því að þessir 2 klukkutímar eru vel þess virði.

Það besta við deigið er hversu ótrúlega mjúkt það er og gott að vinna með það. Við mælum því eindregið með því að taka smjörið út kvöldið áður eða 2 tímum fyrir baksturinn. En á þessu heimili hefur bakstur hafist á laugardagsmorgnum kl.7 og snúðarnir þá tilbúnir með morgunkaffinu kl.10

Þessi snúðar eru stórir, dúnmjúkir og SYNDSAMLEGA góðir. Frænka okkar sem hefur dreymt um Cinnabon-snúðana frá því hún fór til Bandaríkjanna í fyrra gaf þessum snúðum bestu meðmæli sem hægt var að fá.
“Ég gæti grátið þetta er svo gott“.

Uppskrift
Hráefni
3 1/2 tsk þurrger
2 1/2 dl volg mjólk
1 egg ( og eitt 1 til penslunar)
1 dl (90 gr) sykur
1/2 tsk salt
1 tsk kardimommukrydd
1 tsk kardimommudropar
9 1/2 dl (570 gr) hveiti
110 gr mjúkt smjör
FYLLING50 gr smjör
2 msk púðursykur
2 msk sykur
2 msk kanil
1 tsk maísmjöl
- KREM
50 gr mjúkt smjör
2 msk rjómaostur
1 tsk vanilludropar
1 msk heitt vatn
2-3 dl flórsykur
Directions
- Leysið þurrgerið upp í mjólkinni og leyfið að standa í ca 2-3 mínútur.
- Bætið öllum þurrefnum saman við ásamt kardimommudropunum og egginu og hrærið.
- Þegar allt er komið saman má bæta smjörinu við degið. Leyfið svo hrærivélinni að vinna í u.þ.b 10 mínútur.
- Leyfið deginu að hefast á hlýjum stað í 1 klukkutíma.
- Eftir að degið hefur tvöfaldast í stærð má fletja það út í ca 30×40. Það besta við þetta deig er að það þarf ekki hveiti undir því smjörið gerið það svo silimjúkt og teygjanlegt.
- Blandið saman fyrir fyllinguna 2 msk. af púðursykri, kanil og sykri ásamt 1 tsk. af maísmjöli. Maísmjölið mun hjálpa fyllingunni að haldast betur saman við baksturinn og hindra að hún leki út.
- Smyrjið mjúku smjöri jafnt yfir allt degið og dreifið svo sykurblöndunni yfir.
- Rúllið deginu upp og skiptið því í 8 hluta.
- Færið deigið yfir í eldfast mót (við notuðum 28 cm mót).
- Leggið klút yfir og leyfið snúðunum að hefast aftur í 1 klukkutíma.
- Eftir að 1 klukkutími er liðinn má pennsla þá með eggi og setja þá í 190°C heitan ofn í 15-20 mínútur.
- KREMIÐ
- Blandið saman mjúku smjöri og rjómaosti og hrærið.
- Bætið við vanilludropum, heitu vatni og hrærið.
- Því næst má bæta flórsykrinum við 1 dl í einu.