Við erum tvær norðlenskar systur. Önnur okkar hefur haft ástríðu fyrir matargerð frá því að hún hætti að drekka brjóstamjólk en hin fann sig aldrei í eldhúsinu – og þá meinum við ALDREI. Henni hefur tekist að kveikja í ristavél við einfalda samlokugerð og einnig hefur aðalinnihaldsefnið í aspasrétt gleymst (s.s það gleymdist að setja aspasinn með). Núverandi tímar (samkomubannið) hafa þó gert okkur kleift að eyða meiri tíma saman og ef við eigum að vera alveg hreinskilnar þá hefur ekki verið slökkt á ofninum síðan. Brennt brauð og asparéttur með einungis sveppum og osti er liðin tíð þar sem í dag er boðið uppá súrdeigsbeyglur og heimagert marmelaði meðí.
Við getum því fullvissað ykkur um að ef hún getur bakað þessar uppskriftir sem við birtum hér þá geta það ALLIR.
Með ósk um ljúffengar minningar í eldhúsinu.
Kveðja frá Systrum